Timburgluggar frá Gluggasmiðjunni eru framleiddir og hannaðir fyrir íslenskar aðstæður. Gluggarnir hafa staðist allar kröfur sem gerðar eru til CE merkingar og eru prófaðir af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hægt er að velja um tvær gerðir af gluggaprófíl. Annars vegar með skrauti og hinsvegar sléttan með rúning. Í báðum gerðum er hægt að vera með og án áfellunótar. Timburglugga frá Gluggasmiðjunni er hægt að steypa í mót og setja í eftirá. Gluggar koma staðlaðir með girðisrauf og með nót fyrir vatnsbretti. Hægt er að fá glugga boraða fyrir audiofix festingar.
Timburglugga frá Gluggasmiðjunni er annarsvegar hægt að fá yfirborðsmeðhöndlaða með glærri olíu þar sem viðurinn skín í gegn og hinsvegar málaða í lit samkvæmt RAL litakerfinu. Séu ætlunin að steypa gluggana í er algengt að viðurinn sé grunnaður í hvítum lit en ef gluggarnir eru settir í eftirá eru gluggar alla jafnan fullmálaðir. Hvítur RAL 9010 er staðlaður litur en aðra liti er hægt að sérpanta.
Glerjunarlistar eru úr timbri með fræstri rauf fyrir þéttilista. Undirlistar eru úr áli. Glerjunarlistar koma tilsniðnir.
Allar helstu teikningar má nálgast hér.