Gluggasmiðjan býður upp á mjög vandaðar Copal svalalokanir sem hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður. Svalalokanirnar eru um 95% vatns og vindheldar og opnun lokunarinnar er allt að 90% af þeim fleti sem þær loka. Slíkar lokanir hækka ekki fasteignagjöld þar sem þær eru óeinangraðar og nýting svalanna eykst til muna við slíka lokun og eykst verðgildi eignarinnar ásamt því að spara viðhald á svölum og gluggum innan við lokunina. Segja má að íbúðin stækki til muna við að setja svalalokun og má njóta flestra “gluggaveðurs” daga í skjóli frá vindum aallt árið um kring. Þrif á gleri eru auðveld þar sem kerfið opnast inn á við og raðast glerið til endanna.