Gluggasmiðjan býður svalahandrið í þremur kerfislausnum í fjölda úfærsla.
Í boði eru mjög hagkvæmt handrið úr Copal álkerfi með samlímdu öryggisgleri sem festast ýmist ofan á steypta plötu eða framan á hana. Glerið er hægt að fá í ýmsum litum. Ódýrasta útfærslan er handrið ofan á steypta plötu með glæru öryggisgleri. Þessi handrið henta jafnframt mjög vel þar sem svalalokanir eru fyrirhugaðar.
Fáanleg eru jafnframt handrið úr 120mm hárri álskúffu þar sem samlímt hert gler festist í skúffuna, ýmist ofan á plötu eða framan á hana þar sem óskað er eftir að handriðið hafi sem minnst áhrif á ásýnd hússins.
Einnig eru í boði handrið úr samlímdu hertu gleri sem festast framan á steypta plötu með 50mm sívölum punktafestingum en fjöldi þeirra í hverju gleri ræðst af stærð glersins.
Handlisti er fáanlegur ofan á glerið í báðum gerðum þessara handriða.
Hægt er að fá álprófíla, festingar og handlista í öllum litum í RAL litakerfinu.