Gluggasmiðjan býður margar útfærslur spegla eftir máli og þínum óskum.
Speglar hjálpa mikið við að fegra heimili og vinnustaði ásamt því að gefa meiri rýmistilfinningu ásamt hagnýtri notkun eins og þegar við speglum okkur til að athuga útlitið. Þeir eru fáanlegir í nokkrum þykktum og fer þykktin yfirleitt eftir stærð spegilsins. Speglar sem ekki koma í yfirfelldan ramma þurfa að vera slípaðir á köntum þar sem brúnir eru skörðóttar og er hægt að fá þá slípaða með fláa allt að 35mm inn á spegilinn til að gefa fallegt útlit. Speglarnir eru fáanlegir glærir, gráir og bronslitaðir.