Gluggasmiðjan býður rennihurðir úr áli frá Yawal álgluggaframleiðandanum með svokölluðum Lift/slide rennihurðabúnaði. Þessar hurðir eru mjög léttar í notkun jafnvel þó hurðaflekinn verði mjög stór og eru mjög þéttar. Rennihurðirnar eru fáanlegar í næstum öllum RAL litum og er hægt að fá þær einar og sér eða innbyggðar í Lux gluggakarma sem kemur mjög vel út þar sem gluggar hússins eru úr Lux ál-gluggakerfi Gluggasmiðjunnar.