Plastgluggar – notaðu tímann þinn í annað en að skrapa og mála!
Gluggasmiðjan býður hágæða PVC-u plastglugga frá Veka úr bæði 70mm og 116mm þykkum hágæðaprófílum sem eru háeinangrandi og koma með gasfylltu K-einangrunargleri en slíkt gler minnkar varmatap út um gluggana verulega umfram venjulegt K-gler og flotgler. Opnanleg fög í þessum gluggum koma með lömum sem hafa innbyggt opnunaröryggi og næturlæsingu áamt handfangi en næturlæsingin leyfir að hafa glugga læstan með lítilli opnun til loftunar.
Plastglugga þarf ekki að skrapa og mála á örfárra ára fresti og litur og áferð breytist ekki með tímanum.
Staðalliturinn á gluggunum er hvítur en mögulegt er að fá þá í fjölda viðarlita með viðaráferð og einnig í fjölda RAL lita. Einnig er í boði að hafa gluggana í lit að utan en hvíta að innan.
Nýju Veka Danline gluggarnir úr 116mm prófílnum hafa slegið í gegn og eru nánast eins og hefðbundnir timburgluggar í öllum karm og póstamálum.
Millipóstar eru með skrautfræsingu á köntum og lausafögin innfelld í karminn eins og í timburgluggum.
Einnig eru svokallaðir 70mm gripahúsagluggar orðnir mjög vinsælir í hesthús, fjós og fjárhús en þeir eru aðeins opnanlegir inn að ofan sem er mjög hentugt þar sem loftið flæðir inn með þakinu og myndar hringrás og einnig ná gripirnir síður í handfangið til þess að naga það.
Gluggarnir frá Gluggasmiðjunni eru með undir og yfirstykkin heildregin sem eykur styrk gluggans verulega. Við það að sjóða saman millipósta eins eins og sumir framleiðendur gera er járnprófíllinn sem myndar styrkinn tekinn í sundur við samskeytin sem veikir gluggann.