Plast útihurðir – burt með leka og stífa hurð!
Gluggasmiðjan býður meðal annars PVC-u útihurðir úr plasti sem eru sterkar, öruggar og mjög vind- og vatnsþéttar vegna tvöfaldra þéttinga og 5 punkta læsinga. Í boði eru bæði 70mm og 116mm breiðir karmar. Lamirnar á hurðunum bjóða upp á mikla stillimöguleika hurðaflekans í rammanum.
Á Íslandi eru miklar hita og rakasveiflur og veður óstöðugt. Það veldur því oft að hefðbundnar timburhurðir vilja gjarnan þrútna og skreppa saman á víxl og á endanum bjóða þær litla vörn gegn vatni og vindum ef þeim er ekki vel við haldið.
Útihurðir frá Gluggar og Gler eru varanleg og ódýr lausn á þessum vandamálum og ekki þarf að skrapa og mála þær á nokkurra ára fresti.
Plasthurðirnar bjóða upp á ótal útfærslur í útliti og glergerðum og hægt er að fá þær í hinum ýmsu RAL-litum og viðaráferðum eins og td. eik, gulleik og mahogany.