Rennihurðir – hámarksopnun og lágmarkspláss!
Það er mikill kostur að geta opnað vel út í garð eða út á svalir þegar heitt er í veðri. Einn helsti kosturinn við rennihurðir er að opnun þeirra tekur hvorki pláss inni né úti eins og hjá öðrum hurðum, þær eru einstaklega liprar og þægilegar í notkun og setja flottan svip á heimilið. Húsið þarf ekki að vera í byggingu til þess að koma megi fyrir rennihurð. Lítið mál er að saga niður úr gamla stofuglugganum og smella rennihurð í gatið.
Gluggasmiðjan bíður PVC/plast rennihurðir í nokkrum útfærslum á frábæru verði, bæði með tilt/turn opnun og tilt/slide opnun. Veka PVC-u/plast rennihurðirnar frá Gluggasmiðjunni með tilt & slide opnun eru einstaklega þéttar og öruggar. Tvöfaldar gúmmíþéttingar gera þær mjög vind- og vatnsþéttar því hurðirnar eru búnar öflugum margpunkta læsingum sem þrýsta þeim í karminn. Einnig eru í boði Gealan Smoovio PVC/plast rennihurðir með lift/slide brautum og öflugum þéttingum.
Einnig býður gluggasmiðjan hágæða Aluprof rennihurðir úr áli með lift/slide opnun. Þessar hurðir geta orðið mjög breiðar og opnast með nánast engu átaki.
Tilt/turn opnun þýðir að rennihurðin opnast annars vega inn að ofan til loftunar og á hinn veginn inn og til hliðar.
Lift/slide opnun þýðir að rennihurðin lyftist og opnast beint til hliðar. Þegar hún lokast sest hún aftur í sæti sitt og þéttist.