Gluggasmiðjan býður ýmsar gerðir skrifstofuveggja og glerveggi í kerfislausnum úr samlímdu og hertu gleri í þeim málum og lausnum sem henta þínu rými ásamt öllum fylgihlutum og festingum.
Hægt er að fá ýmsar útfærslur á hurðum hurðapumpum, handföngum og þess háttar. Þessar hurðir eru fáanlegar sem rennihurðir og sveifluhurðir sem dæmi og henta vel þar sem leitast er við að hafa gott og opið rými bæði heima fyrir og hjá fyrirtækjum.
Sem dæmi um notkun er í fundarherbergjum, opnum skrifstofum með möguleika á að loka að sér og í raun alls staðar þar sem loka þarf á hljóð en ekki útsýni. Í boði eru veggir með mikilli hljóðeinangrun og eldvörn.
Veggir og hurðir geta verið úr glæru gleri, sýruþvegnu gleri, samlímdu gleri með mattri filmu og einnig er möguleiki á að prenta uppáhaldsmyndina, mynstrið eða logo fyrirtækisins á glerið.