Gluggasmiðjan býður ótal útfærslur í álhurðum, álgluggum og búnaði í kringum þær frá ýmsum þekktum framleiðendum eins og Reynaers, Yawal og Sapa. Álhurðirnar og gluggarnir eru fáanleg í næstum öllum RAL litum og eru notkun þeirra löngu orðin sígíld í verslunum, opinberum byggingum og í anddyri fjölbýlishúsa vegna styrks og léttleika og nú færist einnig mjög í vöxt að nota slíkar lausnir í íbúðarglæsihýsi með stórum gluggaeiningum.