Byggir á öflugri hefð og vöruþróun og er framarlega í framboði á gæðavörum í byggingariðnaði.

Vörur

Heim Vörur
Rennihurðir
Það er mikill kostur að geta opnað vel út í garð eða út á svalir þegar heitt er í veðri. Einn helsti kosturinn við rennihurðir er að opnun þeirra tekur hvorki pláss inni né úti eins og hjá öðrum hurðum...
Skoða nánar
Sturtugler og fylgihlutir
Gluggasmiðjan býður sérsniðna sturtuklefa, sturtuhurðir og hliðar úr hertu gleri í þeim málum og lausnum sem henta þér ásamt öllum fylgihlutum og festingum.
Skoða nánar
Glerveggir og skilrúm
Gluggasmiðjan býður ýmsar gerðir skrifstofuveggja og glerveggi í kerfislausnum úr samlímdu og hertu gleri í þeim málum og lausnum sem henta þínu rými ásamt öllum fylgihlutum og festingum.
Skoða nánar
Svalahandrið
Gluggasmiðjan býður svalahandrið í þremur kerfislausnum í fjölda úfærsla. Í boði eru mjög hagkvæmt handrið úr Copal álkerfi með samlímdu öryggisgleri sem festast ýmist ofan á steypta plötu eða framan á hana.
Skoða nánar
Svalalokanir
Gluggasmiðjan býður upp á mjög vandaðar Copal svalalokanir sem hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður. Svalalokanirnar eru um 95% vatns og vindheldar og opnun lokunarinnar er allt að 90% af þeim fleti sem þær loka.
Skoða nánar
Speglar
Gluggasmiðjan býður margar útfærslur spegla eftir máli og þínum óskum. Speglar hjálpa mikið við að fegra heimili og vinnustaði ásamt því að gefa meiri rýmistilfinningu ásamt hagnýtri notkun eins og þegar við speglum okkur til að athuga útlitið.
Skoða nánar
Álklæddir timburgluggar
Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur framleitt LUX-kerfið í tugi ára, því er komin mjög góð reynsla á kerfið.
Skoða nánar
Timburgluggar og hurðir
Timburgluggar frá Gluggasmiðjunni eru framleiddir og hannaðir fyrir íslenskar aðstæður. Gluggarnir hafa staðist allar kröfur sem gerðar eru til CE merkingar og eru prófaðir af Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Skoða nánar
Álgluggar og hurðir
Gluggasmiðjan framleiðir hágæða álglugga frá Sapa og Monarch. Gluggaprófílana er hægt að fá frá 35mm upp í 180mm. Fer eftir stærð glugga og kröfum um vindálag. Kostir áls í glugga og hurðir eru margir:
Skoða nánar
Loftristar
Loftristarnar sem Gluggasmiðjan selur koma frá belgíska fyritækinu RENSON. Renson er leiðandi framleiðandi á loftristum í Evrópu. Loftristar eru nauðsynlegar fyrir öll fyritæki sem þurfa á góðri loftræstingu að halda, þess má geta að það eru ristar frá Gluggasmiðjunni í nokkrum skólum á íslandi og hefur gefist góð reynsla af þeim.
Skoða nánar
Gler
Gluggasmiðjan býður bæði innlenda framleiðslu og innfluttar gæðavörur frá öflugum erlendum samstarfsaðilum sem mikil og góð reynsla er af á íslenskum markaði og eru aðlagaðar íslenskum aðstæðum og veðurfari.
Skoða nánar
Þakkerfi - drenkerfi
Gluggamiðjan býður Yawal drenkerfi á þök. Kerfið er með slitinni kuldabrú, loftræst og drenað. Undir pressulisti er með dren- og skrúfugötum og EPDM gúmmílistar fylgja állistum til glerjunar. Yfirlisti er anodiseraður eða með innbrenndu lakki.
Skoða nánar
70% glerlokanir á svalaganga
Gluggasmiðjan býður 70% glerlokanir á svalaganga fjölbýlishúsa úr Aluprof eða Yawal álprófílum og 10mm öryggisgleri. 70% lokanir gefa ákveðið skjól fyrir rigningu og vindum og uppfylla um leið ákvæði reglugerða um reyklosun við bruna.
Skoða nánar
Tilboð
Gluggasmiðjan hefur á stundum í boði á lager glugga, hurðir og gler sem af ýmsum ástæðum er til sölu á mjög góðu verði. Hafið samband við sölumenn okkar ef þið eruð að leita að einhverju ákveðnu sem gæti hentað ykkur og við gætum mögulega átt á lager.
Skoða nánar