Hér fyrir neðan eru skilmálar fyrir vörur Gluggasmiðjunnar.
Samþykki verkkaupi tilboð samþykkir hann jafnframt eftirfarandi skilmála sem því fylgja.
Tilboð miðast við:
Samþykki verkkaupi tilboð samþykkir hann jafnframt eftirfarandi skilmála sem því fylgja.
Greiðslu 50% af heildarupphæð við staðfestingu pöntunar og að eftirstöðvar greiðist ÁÐUR en vara er afhent eða send af stað í flutning (ef vara er tilbúin fyrr en áætlað var þó eindagi hafi verið settur síðar). Mikilvægt er að ganga frá fyrirkomulagi á greiðslu eftirstöðva við staðfestingu á kaupum.
Tilboð miðast við gengisskráningu Seðlabanka Íslands á Evru á útgáfudegi tilboðs og áskilur Gluggasmiðjan sér rétt til verðbreytinga á tilboði skv. skráningunni verði miklar sveiflur á gengi frá tilboðsdegi þar til vara er fullgreidd. Varan er eign Gluggasmiðjunnar þar til hún hefur verið greidd að fullu.
Gluggasmiðjan og verkkaupi eru sammála um að Gluggasmiðjan getur tekið vöruna til baka þó búið sé að afhenda hana hafi vara ekki verið greidd að fullu. Dráttarvextir skulu reiknast eftir eindaga frá gjalddaga. Pöntun afhendist frá afhendingalager Gluggasmiðjunnar en annars skv. samkomulagi.
Gildistími tilboðs er 14 dagar frá dagsetningu tilboðs.
Afhendingartími er samkvæmt áætluðum tíma í tilboðum.
Afhending vörunnar skal miða við uppgefin afgreiðsludag. Afgreiðsludagur er aðeins áætlaður og háður verkefna- og hráefnisstöðu hverju sinni.
Gluggasmiðjan er ekki undir neinum kringumstæðum eða skilyrðum skylt að bæta möguleg tjón sem kunna að hljótast af ef raunverulegur afgreiðsludagur fer fram yfir uppgefinn afgreiðsludag.
Telji verkkaupi að hluti vanti í afgreiddar vörur skal tilkynna það samdægurs annars telst varan að fullu afgreidd.
Varan er á ábyrgð Gluggasmiðjunar þangað til hún er afhent. Hafi varan eða hluti hennar þó ekki verið afhentur innan 15 daga frá því að verkkaupa hefur sannarlega verið tilkynnt að vara, eða hluti hennar, sé tilbúin til afhendingar færist ábyrgð á vörunni yfir til verkkaupa. Verkkaupi ber þá fulla ábyrgð á öllu tjóni eða rýrnum sem varan kann að verða fyrir.
Eftir 15 daga frá því að verkkaupa hefur sannarlega verið tilkynnt að, varan eða hluti hennar, sé tilbúin til afhendingar áskilur Gluggasmiðjan sér rétt til þess að leggja á verkkaupa gjald fyrir geymslu vörunar. Geymslugjald skal vera 500 kr. á dag fyrir hvern fermeter sem vara rúmast á.
Hafi varan ekki verið sótt innan 2 mánaða frá því að verkkaupa hefur verið sannarlega tilkynnt um að vara sé tilbúin til afhendingar áskilur Gluggasmiðjan sér rétt til þess að farga vörunni á kostnað verkkaupa.
Hafi vörunni verið fargað samkvæmt skilmálum þessum ber verkkaupa engu að síður að greiða vöruna að fullu samkvæmt samþykktu tilboði.