Timburgluggar

Gluggasmiðjan býður sem valkost innflutta gæða timburglugga sem koma fullglerjaðir og fullmálaðir og eru smíðaðir skv. gæðakröfum Gluggasmiðjunnar.

Val er um glugga með rúnning á köntum að innan eða með skrautfræsingu.

Gluggarnir koma með gasfylltu K-einangrunargleri en slíkt gler minnkar varmatap út um gluggana verulega umfram venjulegt K-gler og flotgler. Ýmsar gerðir sólvarnarglerja eru einnig í boði.

Framleitt er eftir málum og í þeim útfærslum sem henta þér.

Meðal afhendingartíminn er u.þ.b. 6 vikur.

Timburhurðir

Gluggasmiðjan býður innfluttar gæða timbur útihurðir og svalahurðir í ýmsum útfærslum og útliti. Hurðirnar eru smíðaðir skv. gæðakröfum Gluggasmiðjunnar.

Framleitt er eftir málum og í þeim útfærslum sem henta þér. Hægt er að fá hurðir í ýmsum litum og einnig með mismunandi liti úti og inni.

Svalahurðir koma með bremsu á opnun sem stýrist með handfangi hurðarinnar.

Þröskuldar í boði eru bæði timbur og álþröskuldar.

Timbur-álgluggar

Gluggasmiðjan býður innflutta gæða timburglugga með áfastri álkápu sem koma fullglerjaðir og fullmálaðir og eru smíðaðir skv. gæðakröfum Gluggasmiðjunnar. Hægt er að hafa mismunandi liti úti og inni.

Val er um glugga með rúnning á köntum að innan eða með skrautfræsingu.

Gluggarnir koma með gasfylltu K-einangrunargleri en slíkt gler minnkar varmatap út um gluggana verulega umfram venjulegt K-gler og flotgler. Ýmsar gerðir sólvarnarglerja eru einnig í boði.

Framleitt er eftir málum og í þeim útfærslum sem henta þér.

Meðal afhendingartíminn er u.þ.b. 6 vikur.

Timburhurðir með álkápu

Gluggasmiðjan býður innfluttar gæða timbur útihurðir og svalahurðir með álkápu á körmum í ýmsum útfærslum og útliti. Einnig er í boði hurðir með álkápu á hurðarfleka. Hurðirnar eru smíðaðir skv. gæðakröfum Gluggasmiðjunnar.

Framleitt er eftir málum og í þeim útfærslum sem henta þér. Hægt er að fá hurðir í ýmsum litum og einnig með mismunandi liti úti og inni.

Svalahurðir koma með bremsu á opnun sem stýrist með handfangi hurðarinnar.

Þröskuldar í boði eru bæði timbur og álþröskuldar.

© 2019 Flex. All Rights Reserved. Powered by Aplikko

Please publish modules in offcanvas position.