Gler

K-gler orkusparandi gler

Climaplus, er tegund einangrunarglers sem við notum í dag í stað hins gamalkunna K-glers sem með tímanum hafði orðið nokkurskonar samheiti yfir einangrunargler! Climaplus hefur hámarks einangrunargildi, telst vera ein albesta tegund einangrunarglers, sem völ er á í dag og er ekki nærri eins viðkvæmt fyrir varmaspennu og eldri gerðir svonefnds K-glers. Climaplus hleypir óhindrað inn sólarorkunni og birtunni en snarminnkar hitatap út um glerflötinn. Climaplus getur því átt þátt í að lækka hitakostnaðinn þinn verulega þar sem það minnkar hitaútstreymi í gegnum rúðuna um allt að 35% miðað við venjulegt flotgler. 5 ára verksmiðjuábyrgð er á samlímingu rúðuglers frá Gluggasmiðjunni.

Sólvarnargler

Sólvarnargler er gler sem notað er til að minnka áhrif sólarljóss (um 20-50%) og minnka gegnumstreymi hita í rýmum sem snúa beint gegn sólu.
Með sólvarnarglerinu er oftast notað Climaplus einangrunargler þar sem sólvarnarglerið hindrar innstreymi sólarljóssins en Climaplus glerið minnkar útstreymi hita úr rýminu.
Sumt sólvarnargler hefur þó eiginleika beggja tegunda eins og Cool-Lite SKN glerið sem dæmi en það er fáanlegt í nokkrum gerðum sem hafa mismunandi gegnumflæði og lit eða áferð.
Einnig eru fáanleg ódýrari lituð sólgler sem ekki útiloka eins vel (um 20%) en draga þó ágætlega úr sólarljósi og hita. Þessi gler eru fáanleg brún, græn og grá og geta gefið húsum og byggingum skemmtilega áferð.
Gluggasmiðjan getur boðið flestar gerðir sólvarnar og sólglers.

 

Öryggisgler

Öryggisgler er gler sem samsett er úr tveimur glerskífum samlímt með filmu úr plastefni á milli glerja og er fáanlegt í nokkrum þykktum. Kostir þessa glers eru að filman eykur styrk glersins, eykur vörn gegn innbrotum og ef það brotnar þá hangir það saman á filmunni og fellur ekki niður eins og venjulegt einfalt gler. Einnig veitir filman aukna hljóðeinangrun í tvöföldum rúðum og dregur jafnframt úr upplitun sólar á húsgögnum og öðrum innanstokksmunum. Öryggisgler er einnig vinsælt í glerveggi innanhúss, í hurðir og handrið. Öryggisgler er einnig fáanlegt úr hertu gleri þar sem aukins styrks er þörf.

 

Hert gler

Hert gler er flotgler sem hert hefur verið við yfir 600-700 gráðu hita og við það eykst styrkur þess svo að það verður um 5-6 sinnum höggþolnara á flötinn en venjulegt flotgler. Þegar hert gler brotnar kurlast það í þúsundir mola sem dregur verulega úr slysahættu. Hert gler er mjög vinsælt í glerhurðir, milliveggi og í stórar rúður sem þurfa að standast mikið vindálag. Í svala og stiga handriðum er þó mælt með að herta glerið sé samlímt (hert öryggisgler).
Öll vinnsla á hertu gleri eins og skurður, borun eða sandblástur þarf að fara fram áður en glerið er hert.

 

Eldvarnargler

Eldvarnargler er samheiti yfir gler með sérstakri eldþolinni filmu milli glerja sem veitir ákveðna mótstöðu gegn bruna og eldi í ákveðinn tíma. Tíminn er hugsaður út frá öryggissjónarmiðum sem sá tími sem tekur að rýma húsnæðið.
Gluggar og Gler bjóða nokkrar gerðir eldvarnarglers í mismunandi þykktum eftir brunakröfum.
Virkni og gerð eldvarnarglers er ákvörðuð út frá stöðlum sem skilgreindir eru með bókstöfum og tölustöfum.
Bókstafirnir E (lágmarkskrafa), EW (millikrafa) og EI (hámarkskrafa) standa fyrir mismunandi brunaeiginleika glersins og tölustafirnir fyrir þann tíma sem glerið á að halda. E-60 þýðir þá að glerið á að veita vernd gegn eldi og reyk í 60 mínútur. EI-60 stendur þá fyrir að glerið veiti vörn gegn eldi og hitageislum í 60 mínútur.
Vírgler er í F flokki og hefur brunaeiginleika E-30 og uppfyllir því lágmarkskröfur. Hert gler getur einnig uppfyllt þessar kröfur en báðar gerðir hefta eld en hleypa þó hitageislum í gegn

 

Sýruþvegið gler

Sýruþvegið gler er venjulegt flotgler sem hefur verið unnið með efnum á annari hliðinni sem gefur matta áferð eða svipað útlit og sandblásið gler. Þessi áferð er þó mun sléttari og því er töluvert auðveldara að þrífa glerið.
Sýruþvegið gler hentar einkar vel í rúður í baðherbergisgluggum og þar sem birtan á að flæða inn en ekki á að vera hægt að sjá í gegn. Einnig hentar það vel sem hert gler í til dæmis sturtugler og handrið.

 

Hamrað gler

Hamrað gler er gler með ýmiskonar mynstri og áferð og er fáanlegt í nokkrum litum. Annar flötur glersins er sléttur og hinn mynstraður.
Hamraða glerið hentar vel þar sem birtan á að flæða inn en ekki á að vera hægt að sjá í gegn. Hægt er að nota slíkt gler bæði sem einfalt gler og einnig sem tvöfalt rúðugler í glugga.

Please publish modules in offcanvas position.