Skilmálar
Hér fyrir neðan eru skilmálar fyrir vörur Gluggasmiðjunnar.
Skilmálar
Samþykki verkkaupi tilboð samþykkir hann jafnframt eftirfarandi skilmála sem því fylgja.
Varan sem boðin er, er stöðluð framleiðsla og unnin samkvæmt vinnustaðli Gluggasmiðjunnar ehf. Aðeins það sem fram kemur í tilboðinu er innifalið en annað ekki. Tilboðið er gert með fyrirvara um verðbreytingar sem verða samkvæmt byggingarvísitölu frá tilboðsdegi til greiðsludags. Séu athugasemdir við vöruna skulu þær tilkynntar innan 15 daga frá afhendingu. Varan er eign Gluggasmiðjunnar þar til hún hefur verið greidd að fullu. Gluggasmiðjan og verkkaupi eru sammála um að Gluggasmiðjan getur tekið vöruna til baka þó búið sé að afhenda hana hafi vara ekki verið greidd að fullu. Dráttarvextir skulu reiknast eftir eindaga frá gjalddaga.
Við undirskrift tilboðs greiðist 30% staðfestingargjald, 70% greiðast eftir framvindu.
Afhending
Afhending vörunar skal miða við uppgefin afgreiðsludag. Afhending fer fram á Viðarhöfða 3 nema um annað sé samið sérstaklega. Afgreiðsludagur er aðeins áætlaður og háður verkefna- og hráefnisstöðu Gluggasmiðjunnar hverju sinni. Gluggasmiðjan er ekki undir neinum kringumstæðum eða skilyrðum skylt til þess að bæta möguleg tjón sem kunna að hljótast af ef raunverulegur afgreiðsludagur fer fram yfir uppgefinn afgreiðsludag. Telji verkkaupi að hluti (t.d. þéttigúmí, klossa, glerlista) vanti í afgreiddar vörur skal tilkynna það samdægurs annars telst varan að fullu afgreidd.
Ábyrgð
Varan er á ábyrgð Gluggasmiðjunar þangað til hún er afhent. Hafi varan eða hluti hennar þó ekki verið afhent innan 15 daga frá því að verkkaupi hefur sannarlega verið tilkynnt að vara, eða hluti hennar, sé tilbúin til afhendingar færist ábyrgð á vörunni yfir til verkkaupa. Verkkaupi ber þá fulla ábyrgð á öllu tjóni eða rýrnum sem vara kann að verða fyrir. Eftir 15 daga frá því að verkkaupa hefur sannarlega verið tilkynnt að, varan eða hluti hennar, sé tilbúin til afhendingar áskilur Gluggasmiðjan sér rétt til þess að leggja á verkkaupa gjald fyrir geymslu vörunar. Geymslugjald skal vera 500 kr. á dag fyrir hvern fermeter sem vara rúmast á. Hafi varan ekki verið sótt innan 3 mánaða frá því að verkkaupa hefur verið sannarlega tilkynnt um að vara sé tilbúin til afhendingar áskilur Gluggasmiðjan sér rétt til þess að farga vörunni á kostnað verkkaupa. Hafi vörunni verið fargað samkvæmt skilmálum þessum ber verkkaupa engu að síður að greiða vöruna að fullu samkvæmt samþykktu tilboði.
Athugið að ekki er tekin ábyrgð á leka á innopnandi hurðum.
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9.00-16.00
Föstudagar 9.00-15.00
Lokað um helgar.
Dugguvog 2, 2.hæð - Reykjavík
Sími: 577 5050 - Fax: 577-5051
Netfang:
gluggasmidjan@gluggasmidjan.is
Vefsíða: www.gluggasmidjan.is
Fréttir
-
Álgluggar og hurðir
(Vörur)
Gluggasmiðjan framleiðir hágæða álglugga frá Sapa og Monarch. Gluggaprófílana er hægt að fá frá 35mm upp í 180mm. Fer eftir...
-
Álklæddir timburgluggar
(Vörur)
Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur...
-
Bæklingar
(Tækniupplýsingar)
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast bæklinga og kynningarefni fyrir vörur Gluggasmiðjunnar. Skjölin eru á PDF formi....