Útihurðir

User Rating: 0 / 5

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive
 

Útihurðir afhendast allajafnan með þriggja punkta skrá og lömum, hægt er að velja um aðrar útfærslur svo sem Assa skelliskrár og rafmagnsskrár. Í staðlaðri útfærslu bjóðum við upp á stöpplalamir frá PN beslag í Danmörku og þriggja punkta skrár frá Assa. Hægt er að velja um tvær gerðir þröskulda í útihurðum. Annarsvegar hefðbundinn timburþröskuld og hinsvegar álþröskuld með drenraufum. Allar innopnandi hurðir afhendast einnig með sparkstáli neðst á hurð. Cylendrar eru ekki innifaldir í tilboðum en Gluggasmiðjan getur að sjálfsögðu útvegað þá sé þess óskað. Mahóní hurðirnar okkar er búið að yfirborðsmeðhöndla með einni umferð af Benar olíu. Mikilvægt er að bera 2-3 umferðir í viðbót af þeirri olíu eftir að búið er að setja hurðina i. Gera það svo á hverju ári eftir uppsetningu. Best er að bera olíuna á með pensli og þurrka umframefnið af með pappír. Með því heldurðu hurðinni þinni fallegri áratugum saman.

Hér má nálgast leiðbeiningablað um opnun hurða.

Hér má sjá myndir af útihurðum sem eru í boði hjá Gluggasmiðjunni.


Please publish modules in offcanvas position.