Gler

User Rating: 0 / 5

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive
 

Einangrunargler

Margir möguleikar eru á einangrunargleri, fer eftir því hverjar þínar kröfur eru.  Við val á gleri er mikilvægt að skoða hvernig hægt er að auka einangrunargildið án mikils aukakostnaðar.  Við mælum eindregið með að notað sé svokallað K-gler.  Það er samnefnari yfir gler sem er með filmu á innri rúðunni sem eykur einangrunargildi og hleypir síður sólargeyslum í gegnum glerið.   Til að auka einangrunargildið enn frekar er hægt að fá gler þar sem lofttegundinni Argon hefur verið dælt í á milli rúðanna.   Þegar Argon er notað eykst einangrunargildi rúðunnar um allt að 20%.  Þegar um stórar rúður er að ræða mælum við með að notað sé sólvarnargler til að minnka hitageislun frá sólinni á björtum dögum.

Gott einangrunargler lækkar hitakostnað og eykur þægindi íbúa innandyra.
Best er að U-gildið,W/m2 K, sé sem lægst því það segir til um orkutapið út um einn fermetra einangrunarglers.

Nýjustu og bestu einangrunarglerin hafa U-gildi allt niður í 1,1 W/m2 K.  Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 skal nota einangrunargler með U-gildið 2,0 w/m² eða lægra í íbúðarhúsnæði og annað fullhitað húsnæði þar sem fólk dvelst að staðaldri.

Við kaup á einangrunargleri ætti húseigandi ávallt að bera saman einangrunargildi milli glertegunda.


Please publish modules in offcanvas position.