Álklæddir timburgluggar

User Rating: 0 / 5

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive
 

Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur framleitt LUX-kerfið í tugi ára, því er komin mjög góð reynsla á kerfið. Það geta fjölmargir viðskiptavinir okkar vitnað um. Kerfið hefur verið verið prófað af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hefur staðist allar kröfur sem gerðar eru til CE merkingar.

Gluggarnir eru úr furu með álklæðningu utan á. Kerfið er með slitinni kuldabrú, loftræst og drenað. Undirlisti er með dren- og skrúfugötum, EPDM gúmmílistar fylgja állistum til glerjunar. Yfirlisti er anodiseraður eða með innbrenndu lakki. Glerjun er þrýstiglerjun, glerjað utan frá. Opnanleg fög eru eru úr áli með slitinni kuldabrú, viðnámslömum, tvöföldum þétti-listum og læsingarjárnum.

Hægt er að velja um ýmsa liti á LUX glugganum. Algengt er að timbrið sem snýr inn sé málað hvítt í RAL 9010 og álið sé í öðrum lit. Á lager er natur ál og hvítt RAL 9010. Hægt er að sjá algengustu litina hér en einnig er hægt að sérpanta flesta liti í RAL litakerfinu.  Hér má sjá myndir af LUX gluggum í ýmsum húsum víðsvegar um landið.


Please publish modules in offcanvas position.